„Þetta markar mikil tímamót í vegferð okkar að eflingu Sjúkrahússins á Akureyri,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, en skrifað hefur verið undir samning um hönnun nýrra legudeildarbygginga við sjúkrahúsið.
Akureyri Samningurinn var undirritaður á Akureyri í síðustu viku og þykir 
hann marka mikil tímamót fyrir eflingu Sjúkrahússinas á Akureyri.
Akureyri Samningurinn var undirritaður á Akureyri í síðustu viku og þykir hann marka mikil tímamót fyrir eflingu Sjúkrahússinas á Akureyri. — Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir

Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri

„Þetta markar mikil tímamót í vegferð okkar að eflingu Sjúkrahússins á Akureyri,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, en skrifað hefur verið undir samning um hönnun nýrra legudeildarbygginga við sjúkrahúsið. Stefnt er að því að taka fyrstu skóflustungu að nýbyggingum við sjúkrahúsið í ágúst 2025.

„Ég er hæstánægð með þennan áfanga og tel þetta mikinn gleðidag,“ segir Hildigunnur og bætir við að vonir standi til að nýbyggingin verði tilbúin fyrir lok 2028.

10 þúsund fermetrar að stærð

Í ávarpi fyrir undirritun hönnunarsamnings sagði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fagnaðarefni að samningur um hönnun væri í höfn enda mikilvægt að vel væri búið að starfsemi sjúkrahússins.

Nýbyggingin verður sunnan við núverandi byggingar, þar sem nú

...