Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir mikilvægt að nýta þá auðlind sem hvalastofnar á Íslandsmiðum séu. Í raun sé fjarstæðukennt að nýta ekki stofna sem teljist þeir sterkustu af nytjastofnunum kringum landið.
Hvalveiðar Forstjóri Hvals hf. segir hvalastofninn hér við land sterkan.
Hvalveiðar Forstjóri Hvals hf. segir hvalastofninn hér við land sterkan. — Morgunblaðið/Eggert

Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir mikilvægt að nýta þá auðlind sem hvalastofnar á Íslandsmiðum séu. Í raun sé fjarstæðukennt að nýta ekki stofna sem teljist þeir sterkustu af nytjastofnunum kringum landið. Það eigi meðal annars við um langreyðina sem telji um 40 þúsund dýr. Segir hann hrefnustofninn svipaðan að stærð og að hnúfubakar séu um 15 til 20 þúsund í kringum landið. Langt sé síðan sandreyður var talin í kringum landið en sá stofn virðist vera mjög stór.

Hann segir þetta til marks um að stofnarnir séu mjög sterkir.

„Ja, það er talið að sumir þeirra verði ekkert stærri. Þetta sé komið í „optimum“ stærð og síðan drepist þeir bara náttúrulegum dauðdaga. Þeim fjölgar auðvitað ekki endalaust. Þetta eru líka stofnar sem fara ekki annað. Þeir fara suður í höf á veturna en koma hingað á sumrin í fæðuleit,“ segir Kristján en

...