• Opnuð 11. júlí • Stefna Reykjavíkurborgar og Krónunnar fer ekki saman
Verslun Ný og endurbætt verslun Krónunnar verður opnuð 11. júlí.
Verslun Ný og endurbætt verslun Krónunnar verður opnuð 11. júlí.

Drífa Lýðsdóttir
drifa@mbl.is

Stefnt er á að opna nýja og endurbætta verslun Krónunnar í Grafarholti þann 11. júlí, en verslunin hefur verið lokuð frá 29. maí vegna framkvæmda. Verslunin mun taka á sig endurbætta mynd í takt við nútímann og aðrar endurbættar verslanir Krónunnar.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í samtali við Morgunblaðið eftirspurn íbúa svæðisins eftir annarri verslun í hverfið skiljanlega, þar sem um níu þúsund manns búi í Grafarholtinu og Úlfarsárdal. Þá hafi Krónunni borist margar fyrirspurnir frá viðskiptavinum um hvort til standi að opna verslun í Úlfarsárdal.

Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem gildir til ársins 2040 er gert ráð fyrir að matvöruverslanir séu undir 700 fm og staðsettar í hverfum. Guðrún segir erfitt að fylgja stefnu Krónunnar um ákveðna upplifun og vöruúrval eftir, í húsnæði undir 700 fm.

...