Sig­ríður Hann­es­dótt­ir, leik­kona og stofn­andi Brúðubíls­ins, er lát­in 92 ára að aldri.

Sig­ríður var fædd 13. mars 1932 og sleit barns­skón­um í Reykja­vík. For­eldr­ar henn­ar voru Hann­es Sveins­son, verkamaður og Jó­hanna Pét­urs­dótt­ir, verka­kona.

Á unglings­ár­un­um lærði Sig­ríður hjá Ævari Kvar­an áður en hún hóf nám við Leik­list­ar­skól­ann. Eft­ir að hafa klárað leik­list­ar­námið flutti Sig­ríður til Eng­lands þar sem hún bjó og starfaði í eitt ár.

Þegar hún sneri til baka til Íslands kynnt­ist hún Ottó Erni Pét­urs­syni, starfs­manni am­er­íska sendi­ráðsins í Reykja­vík, en þau gengu í hjóna­band árið 1957.

Sig­ríður Hann­es­dótt­ir söng gaman­vís­ur í sam­komu­hús­um víðsveg­ar um landið áður en hún stofnaði Brúðubíl­inn árið 1976 ásamt Jóni Guðmunds­syni. Sam­an lögðu þau af stað í sína fyrstu ferð á Lödu-skut­bíl sem Sig­ríður hafði fjár­fest í.

...