Við eigum alþjóðlega viðurkennd verkfæri til að auka samkeppnishæfni okkar sem þjóðar og treysta gæðainnviði samfélagsins.
Helga Sigrún Harðardóttir
Helga Sigrún Harðardóttir

Samkeppnishæfni okkar dalar enn á milli ára skv. úttekt IMD-háskólans í Sviss skv. upplýsingum frá Viðskiptaráði. Við stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum talsvert að baki og Ísland skorar lægra í öllum þáttum samfélagslegra innviða en síðasta ár. Við stöndum okkur sérstaklega illa þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu, ekki síst alþjóðaviðskiptum.

Góðu fréttirnar eru þær að við eigum verkfæri sem geta hjálpað okkur að ná betri árangri, og treysta gæðainnviði. Verkfæri sem hinar Norðurlandaþjóðirnar nota í ríkara mæli en við.

Þessi verkfæri auka framlegð og framleiðni, tryggja verkferla og að framleiðsluvörur eigi greiðari aðgang að erlendum mörkuðum. Alþjóðlegar stofnanir eins og WTO, OECD, Sameinuðu þjóðirnar og Worldbank hvetja mjög og styðja við notkun þessara verkfæra, m.a. við að brjóta niður viðskiptahindranir, auka öryggi fólks, heilsu- og neytendavernd. ESB notar þau sem hluta af sinni löggjöf.

...