Þar varð einum af forystumönnum flokksins svo eftirminnilega að orði: „Hvernig í ósköpunum datt okkur í hug að draga þessa dauðasveit upp á dekk?“
Jón Norðfjörð
Jón Norðfjörð

Þegar ég fylgist með vandræðagangi og samstöðuleysi í núverandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með Vinstri-grænum kemur stundum upp í hugann þegar Alþýðuflokkur sleit rúmlega eins árs gömlu stjórnarsamstarfi við Alþýðubandalag og Framsókn árið 1979. Ástæðan var aðallega hugleysi Alþýðubandalagsins til að taka á erfiðum efnahagsmálum. Ég var á fundi Alþýðuflokksins þar sem ákvörðun um stjórnarslitin var yfirfarin og útskýrð. Þar varð einum af forystumönnum flokksins svo eftirminnilega að orði um Alþýðubandalagið (lesist Vinstri-græna): „Hvernig í ósköpunum datt okkur í hug að draga þessa dauðasveit upp á dekk?“

Ég held að stjórnendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks geti vel spurt sig þessarar spurningar um samstarfið við Vinstri-græna undanfarin ár. VG hafa með fulltingi þessara flokka komist upp með að standa í vegi fyrir mörgum framfaramálum. Í stað þess að koma VG frá völdum hafa Sjálfstæðis- og

...