Hjónin og synirnir Frá vinstri á myndinni eru Pétur Gauti, Benedikt, Jódís, Vilhjálmur og Jón Pétursson.
Hjónin og synirnir Frá vinstri á myndinni eru Pétur Gauti, Benedikt, Jódís, Vilhjálmur og Jón Pétursson.

Jón Pétursson fæddist 30. júní 1939 og átti því 85 ára afmæli í gær. Hann fæddist á Selfossi og ólst þar upp til unglingsára og einnig að Efra-Seli á Stokkseyri hjá frændfólki, þar til hann flutti til Reykjavíkur með móður sinni.

Jón lauk námi í húsgagnasmíði og húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og hóf störf og læri hjá Jónasi Sólmundssyni við húsgagnasmíðar, ásamt því að starfa með föður sínum, Pjetri Daníelssyni, á Hotel Borg.

Jón stofnaði JP innréttingar 1962 á Vesturgötu 53 í Reykjavík og varð ungur athafnamaður aðeins 23 ára. Síðar flutti hann fyrirtækið í nýtt húsnæði sem hann byggði í Skeifunni 7 í Reykjavík sem var mikið grettistak fyrir ungan mann. JP innréttingar urðu að einu stærsta innréttingarfyrirtæki landsins þar sem starfsmenn voru allt að 50 talsins og umsvif mikil, meðal annars útflutningur til Færeyja og Bretlands.

Sem dæmi sá fyrirtækið um allar innréttingar í

...