England, Spánn, Þýskaland og Sviss tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi með sigrum í 16-liða úrslitum um helgina.
Markaskorarar Harry Kane og Jude Bellingham komu Englandi til bjargar 
með því að skora báðir í dramatískum sigri á Slóvakíu eftir framlengingu.
Markaskorarar Harry Kane og Jude Bellingham komu Englandi til bjargar með því að skora báðir í dramatískum sigri á Slóvakíu eftir framlengingu. — Ljósmynd/UEFA

EM í fótbolta
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is

England, Spánn, Þýskaland og Sviss tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi með sigrum í 16-liða úrslitum um helgina.

England lagði Slóvakíu að velli, 2:1, eftir framlengingu í gær og mætir Sviss í átta liða úrslitum 6. júlí í Düsseldorf.

Ivan Schranz kom Slóvökum í forystu á 25. mínútu eftir gott samspil við David Strelec. Var það þriðja mark Schranz á mótinu.

Slóvakía virtist vera að sigla fræknum sigri í höfn þegar Jude Bellingham jafnaði metin fyrir England með stórkostlegri bakfallsspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma og knúði fram framlengingu.

Fyrirliðinn Harry Kane kom Englendingum svo yfir strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar og reyndist það sigurmarkið.

Spánverjar ekki í vandræðum

...