Ég fór að gúgla og sá af hverju ég hafði hagað mér á þennan eða hinn veginn og brugðist við á þennan hátt en ekki hinn. Það eina sem ég hugsaði var: Æ, greiningin hefði mátt koma svo miklu fyrr. En það var aldrei talað um þessa hluti í gamla daga.
Í myndlistinni þarf ég ekki að hugsa hvað ég geri næst. Myndir eru tilbúnar í höfðinu.
Í myndlistinni þarf ég ekki að hugsa hvað ég geri næst. Myndir eru tilbúnar í höfðinu. — Morgunblaðið/Árni

Blaðamaður hitti myndlistarmanninn Jóhann S. Vilhjálmsson í Hafnarhúsinu þar sem myndir hans eru á samsýningu. Listamaðurinn var á tali við erlendan ferðamann sem dáðist að verkum hans og var greinilega afar upp með sér að hafa hitt hann og spurði hvar yrði hægt að skoða væntanlegt viðtal við hann.

Jóhann lifir fyrir myndlistina en er einnig ástríðufullur bókaunnandi eins og blaðamaður komst að raun um. Spurður um uppvöxtinn segir hann: „Það var mikið af bókum á heimilinu í uppvexti mínum. Ég átti eiginlega ekki leikföng, ég entist ekki við þau. Ég vildi bara lesa bækur. Jói frændi Pétursson vitavörður á Hornbjargi var móðurbróðir minn. Hann var mikill bókamaður og ef ég átti afmæli fékk ég tíu til tólf bækur frá honum.

Ég las allt milli himins og jarðar. Uppáhaldshöfundurinn minn þegar ég var sjö ára var pólski Nóbelsverðlaunahöfundurinn Henry Sienkiewicz sem skrifaði Með báli og brandi sem mér fannst alveg frábær

...