Efla þarf þann hluta sjávarútvegsins sem skilar þjóðinni mestu

Matvælaráðherra jók á dögunum aflaheimildir til strandveiða um 2.000 tonn af þorski, eða um 20%. Hlutfall þessara aflaheimilda af heildarafla sem heimilað er að veiða hér við land hefur farið stöðugt vaxandi á liðnum árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafa bent á að þessi 12.000 tonn sem fara til strandveiða nú séu 5,7% af úthlutuðum heildarþorskafla í aflamarkskerfinu, en að við upphaf strandveiðanna árið 2008 hafi hlutfallið verið 1,8%. Hlutfall strandveiða hefur því margfaldast. „Samhliða hefur verðmætatap þjóðarbúsins aukist þar sem ljóst er að afkoma af strandveiðum er óviðunandi og skilar vart jákvæðri afkomu samkvæmt gögnum Hagstofu í gegnum tíðina,” segir SFS.

Á Íslandi hefur tekist að byggja upp afar hagkvæman sjávarútveg sem byggist á aflamarkskerfinu. Þetta hefur orðið til þess að sjávarútvegur hefur verið þýðingarmesti undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar um árabil og þó að í seinni tíð hafi fleira bæst við er

...