Þrátt fyrir að þjóðvegakerfið sé að hruni komið gerir tillaga að samgönguáætlun ráð fyrir að ríkið verji allt að 130 milljörðum í borgarlínu sem ekki virkar.
Bjarki Jóhannesson
Bjarki Jóhannesson

Banaslys á þjóðvegum landsins eru of mörg og nýverið voru á þeim tvö alvarleg rútuslys. Framkvæmdastjóri Vörumiðlunar sem rekur flutningabíla á Sauðárkróki segir í viðtali við Morgunblaðið 22. júní að „ástand þjóðveganna sé mjög slæmt. Undirlag fjölförnustu leiða sé mjög veikt, og í sumum tilvikum sé aðeins mulningur ofan á moldinni. Hringvegurinn sé ónýtur að stórum hluta, alveg frá Hvalfjarðargöngum. Vegir séu að gefa sig undan þunga og grjótkast sé víða vandamál.”


Orsök lélegs vegundirlags liggur í því að klæðning er notuð sem bundið slitlag á 90% af íslenskum þjóðvegum í stað malbiks. Klæðningin er malarslitlag með olíublönduðu asfalti. Umferðin er látin þjappa niður lausamölina með tilheyrandi steinkasti. Aðferðin var tekin í notkun hérlendis árið 1978 til að minnka kostnað við vegagerð. Frá því eru liðin tæp 50 ár og síðan hefur lítið sem ekkert gerst í þeim málum þótt umferð á vegunum hafi stóraukist og þar á meðal

...