... og hafa í huga orð séra Hallgríms: „Klagarans heirðu sögu um sinn, síðan gæt að hvað tala hinn.”
Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson

Því miður gerðist það á opinberum fjölmiðli, að undirritaður var sakaður um að styðja innrás Rússa í Úkraínu 2022. Þetta er ekki rétt og leiðréttist hér með. Að vísu er það svo, að margir telja að ég beri einhverja ábyrgð á þessu stríði af því ég var við nám í Leníngrad á sínum tíma og kann hrafl í rússnesku. Því er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði sem skipta máli og hafa í huga orð séra Hallgríms: „Klagarans heirðu sögu um sinn, síðan gæt að hvað tala hinn.”


Trúlega má rekja söguna af rússagrýlunni aftur til 1709, þegar Pétur fyrsti (eða mikli) sigrar her Svía undir stjórn Karls XII. Það leiddi til þess að heimsveldi Svía hrundi og baltnesku löndin Eistland, Lettland og Litáen losnuðu undan grimmúðlegri kúgun Svía. Á svipaðan hátt gildir það sama um Pólland. Við það verður rússneska keisaradæmið ríkjandi á þessu svæði. Eftir þetta var rússagrýlan máluð á vegginn í Vestur-Evrópu þar sem því var statt og stöðugt haldið

...