Mig langar að koma á framfæri dásamlegri reynslu af hjúkruninni á Litlu-Grund í Reykjavík. Hjúkrunin er fagmannleg og samskiptin við alla stórskemmtileg. Þetta er staðsett á bak við gömlu Grund.

Oft er talað um hversu illa sé farið með gamla fólkið og um heimili eins og fangelsi. En mamma var þarna í hvíldarplássi og þjónustan var einstök. Hún getur ekki hugsað sér að fara neitt annað þegar hún fær svokallað fast pláss seinna meir. Í boði var bæði sund og boccia, dansiböll og söngur. Og hundurinn Birta til að klappa. Hún hitti þar gamla vini úr Hagaskólanum og lék á als oddi. Þetta var allt svo heimilislegt og við stoppuðum lengi og fengum við frítt kaffi og kaffibrauð þarna.

Ég hef komið á mörg elliheimili, en ekkert toppar þennan stað. Hefði sótt um vinnu ef ég væri ekki sjálf komin á eftirlaun. Ég sagði deildarstjóranum þetta og hún hló, sagðist sjálf hafa uppgötvað þetta „leyndarmálið Litlu-Grund" of seint

...