Þriðja vika Sjávarútvegsskóla unga fólksins hóf göngu sína í gær. Gert er ráð fyrir að um 70 ungmenni úr Vinnuskóla Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness sæki skólann þetta sumarið.
Í brúnni Þessar stúlkur voru ófeimnar við að taka sér stöðu við stýrið.
Í brúnni Þessar stúlkur voru ófeimnar við að taka sér stöðu við stýrið. — Ljósmynd/Helgi Snær Agnarsson

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
vally@mbl.is

Þriðja vika Sjávarútvegsskóla unga fólksins hóf göngu sína í gær. Gert er ráð fyrir að um 70 ungmenni úr Vinnuskóla Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness sæki skólann þetta sumarið. Skólinn er haldinn í fimmta sinn í Reykjavík og er starfræktur í fjórar vikur.

„Markmið skólans er að kynna sjávarútveg og starfsemi hans fyrir nemendum og þá menntunar- og atvinnumöguleika sem í boði eru í sjávarútvegi og tengdum greinum svo sem tækni- og iðngreinum og flutningum í kringum sjávarútveg,” segir Pálmi Hafþór Ingólfsson, verkefnastjóri fræðslu og heilbrigðis hjá Brimi.

Brim hefur verið aðalstyrktaraðili skólans frá stofnun hans í Reykjavík en auk Brims koma Háskólinn á Akureyri, Vinnuskólar Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness, önnur sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar tengdir sjávarútvegi víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu að

...