Baldur Arnarson
baldura@mbl.is

Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar hefur fækkað úr 1.893 frá fyrri hluta aprílmánaðar í 1.549. Það samsvarar um 18% fækkun.

Þetta kemur fram í svari frá Vinnumálastofnun.

Þegar Morgunblaðið lagði fram fyrirspurn um málið í byrjun apríl voru um 1.050 umsækjendur í eigin húsnæði eða hjá vinum og vandamönnum. Af þeim voru hér um bil 100 í úrræðum á vegum ríkislögreglustjóra vegna fyrirhugaðrar brottfarar.

Nú eru hins vegar um 516 umsækjendur sem búa í eigin húsnæði eða hjá vinum og vandamönnum og hefur því fækkað um nærri helming síðan í byrjun apríl. Af þeim eru hér um bil 35 í úrræðum á vegum ríkislögreglustjóra vegna fyrirhugaðrar brottfarar, eða um þrefalt færri en í byrjun apríl.

Sjálfviljug heimför

...