Jes Einar Þorsteinsson arkitekt lést aðfaranótt sunnudagsins 30. júní á Landspítalanum eftir stutt veikindi, 89 ára að aldri.

Jes Einar fæddist í Vestmannaeyjum 5. september 1934. Hann var elstur tíu barna Ásdísar Jesdóttur og Þorsteins Einarssonar, síðar íþróttafulltrúa ríkisins.

Jes Einar útskrifaðist sem stúdent frá MR 1954, nam málaralist í París frá 1954 til 1956, m.a. á Académie de la Grande Chaumière, en útskrifaðist úr arkitektúr frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París 1967. Eftir heimkomuna til Íslands það ár rak hann arkitektastofu í eigin nafni.

Jes Einar var mikilvirkur arkitekt. Eftir hann liggur fjöldi þekktra bygginga, sérstaklega heilbrigðis- og íþróttamannvirki. Má þar helst nefna Sjúkrahúsið á Ísafirði, viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Stykkishólmi. Heilsugæslu og Tónlistarskóla á Seltjarnarnesi ásamt fjölda annarra heilsugæslna víða um land.

Eftir

...