Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is

For­svars­menn versl­un­ar­inn­ar Orms­son hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna vinnubragða byggingafulltrúans í Reykjavík í tengslum við umdeilt auglýsingaskilti á húsi fyr­ir­tæk­is­ins við Lág­múla. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn.

Eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins af málinu krafðist Reykjavíkurborg þess að sótt yrði um byggingarleyfi fyrir umrætt skilti. Þeirri umsókn var svo hafnað og dagsektum hótað ef framkvæmdum í tengslum við skiltið yrði ekki hætt. Til að flækja málið svo var forsvarsmönnum Ormsson tilkynnt að byggingarleyfi hefði verið samþykkt en síðar var staðhæft að sú tilkynning hefði verið send fyrir mistök. Úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hafnaði kröfum Ormsson um að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa vegna skiltisins.

Vilhjálmur Þ.Á.

...