„Starfið er spennandi, þetta er áhugaverð og vaxandi menntastofnun og mig langaði einfaldlega að taka þátt í því,” segir Áslaug Ásgeirsdóttir sem er nýr rektor Háskólans á Akureyri.
Menntun Sveigjanlegt nám hefur skilað sér í því að nemendur af landinu öllu, jafnvel erlendis frá, velja HA í auknum mæli, segir Áslaug sem  nú kemur til starfa við hákólann nyðra eftir um 30 ára starf í Bandaríkjunum.
Menntun Sveigjanlegt nám hefur skilað sér í því að nemendur af landinu öllu, jafnvel erlendis frá, velja HA í auknum mæli, segir Áslaug sem nú kemur til starfa við hákólann nyðra eftir um 30 ára starf í Bandaríkjunum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is

„Starfið er spennandi, þetta er áhugaverð og vaxandi menntastofnun og mig langaði einfaldlega að taka þátt í því,” segir Áslaug Ásgeirsdóttir sem er nýr rektor Háskólans á Akureyri. Hún kom til starfa við skólann í gær, 1. júlí, og sneri nýlega aftur heim til Íslands eftir störf um langt árabil í Bandaríkjunum. Var hún prófessor hjá Bates College í Lewiston í Maine-ríki frá árinu 2001. Þar var hún meðal annars aðstoðarrektor í fimm ár og fékk þar áhuga á stjórnunarstörfum. Sé svo farið langt aftur rifjar Áslaug upp að hún starfaði um 1990 á Morgunblaðinu; var þá hönnuður og blaðamaður. Hún valdi þó að hasla sér völl í hinu akademíska umhverfi og hefur náð langt.

„Háskólinn á Akureyri hefur þá sérstöðu að bjóða upp á mjög sveigjanlegt nám, þar sem nemendur eru í fjölbreyttu námsformi. Þegar litið er yfir söguna hefur þetta skilað sér í

...