Heildarviðskipti með hlutabréf í júní námu 57,5 milljörðum eða 3.024 milljónum á dag. Það er 8% lækkun frá fyrri mánuði.

Heildarviðskipti með hlutabréf í júní námu 57,5 milljörðum eða 3.024 milljónum á dag. Það er 8% lækkun frá fyrri mánuði, en í maí námu viðskipti með hlutabréf 3.287 milljónum á dag. Milli ára jukust viðskipti um 28,8%. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 1,5% í júní og stendur nú í 2.250 stigum. Heildarvísitalan (OMXIPI) lækkaði um 2,2% í mánuðinum og stendur í 1.987 stigum. Í lok mánaðar voru hlutabréf 33 félaga skráð á Aðalmarkað og Nasdaq First North á Íslandi. Nam heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 2.659 milljörðum króna í lok mánaðarins. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 117,4 milljörðum í júní sem samsvarar 6,2 milljarða veltu á dag. Það er 14,1% lækkun frá fyrri mánuði og 9,3% hækkun frá fyrra ári.