Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að taka að láni 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins (CEB), en upphæðin nemur um 15 milljörðum íslenskra króna.
Lántaka Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri, eftir að lánasamningurinn var undirritaður.
Lántaka Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri, eftir að lánasamningurinn var undirritaður. — Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Baksvið
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is

Eins og fram hefur komið hefur borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt að taka að láni 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins (CEB), en upphæðin nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Tilgangur lánsins er að fjármagna viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði við undirritun lánasamningsins að hann tryggði að hægt væri að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og það endurspeglaði forgangsröðun meirihlutans í þágu skólamála.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði af þessu tilefni að lántakan lýsti alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar.

Dregið verður á lánið eftir framvindu

Í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar til

...