Stefanía Júlíusdóttir fæddist 2. júlí 1944 að Hrísateigi 25 í Reykjavík, í húsi foreldra sinna. Seinna bjó fjölskyldan um skeið á Njálsgötu og Fossvogsbletti en frá sex ára aldri ólst Stefanía upp í vesturbæ Kópavogs.
Í Pýreneafjöllum Stefanía og Vilhjálmur á tindi Pedraforca.
Í Pýreneafjöllum Stefanía og Vilhjálmur á tindi Pedraforca.

Stefanía Júlíusdóttir fæddist 2. júlí 1944 að Hrísateigi 25 í Reykjavík, í húsi foreldra sinna. Seinna bjó fjölskyldan um skeið á Njálsgötu og Fossvogsbletti en frá sex ára aldri ólst Stefanía upp í vesturbæ Kópavogs að Kópavogsbraut 25, nú númer 49. „Þá var Kópavogurinn að byggjast upp og gaman að alast þar upp. Ég fór í sveit á sumrin eins og alsiða var. Einnig vann ég við afgreiðslu- og verksmiðjustörf og eitt sumar við heimilisstörf í Dalhousie School of English í Bexhill-on-Sea.”

Stefanía gekk í barna- og gagnfræðaskóla í Kópavogi og í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. „Eftir stúdentspróf frá MR 1964 fór ég í arkitektanám til Rúmeníu en hætti vegna þess að ég giftist bandarískum námsmanni þar og flutti með honum til Bandaríkjanna. Sumarið 1970 flutti ég heim til foreldra minna í Kópavogi og við hjónin skildum. Ég lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og líffræði 1974 frá Háskóla Íslands, MS prófi í bókasafnsfræði frá Columbia University in

...