Helgi R. Einarsson sendi mér góðan póst: Forsetakosningar nálgast fyrir „vestan”, ekki eru allir ánægðir með kappana tvo.

Helgi R. Einarsson sendi mér góðan póst: Forsetakosningar nálgast fyrir „vestan”, ekki eru allir ánægðir með kappana tvo:

Kappræður

Meðan að fúkyrðin falla
fagmennsku sína þeir skjalla.
Aumt er að sjá
á sínum skjá
aðra eins rugludalla.

Ég fann þessa ferskeytlu á skrifborðinu mínu:

Heilsu og þrek ég þakka má,
þó að undan halli,
því fjölmargt slaknað hefur hjá
hálf-níræðum karli.

Anton Helgi Jónsson skrifar á Boðnarmjöð: Ein dularfyllsta varða á Íslandi stendur við Skógarkot og hlýtur að tilheyra flokki beinakerlinga. Það eru vörður sem fá ortar um sig vísur sem iðulega mana karla til afreksverka. Ég stóðst ekki mátið og orti vísu í orðastað beinakerlingarinnar sem ég hitti í dag.

Beinakerling manar strák sem stendur staður;

...