Liðin sem mættust í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta árið 2016 í París, Portúgal og Frakkland, eigast við í átta liða úrslitum EM í Þýskalandi.
Markvarsla Diogo Costa fór á kostum í portúgalska markinu og varði víta-
spyrnurnar þrjár allar með tilþrifum.
Markvarsla Diogo Costa fór á kostum í portúgalska markinu og varði víta- spyrnurnar þrjár allar með tilþrifum. — AFP/Kirill Kudryavtsev

EM í fótbolta
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is

Liðin sem mættust í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta árið 2016 í París, Portúgal og Frakkland, eigast við í átta liða úrslitum EM í Þýskalandi.

Sú viðureign fer fram í Hamborg á föstudagskvöldið, 5. júlí, klukkan 19 að íslenskum tíma.

Bæði komust naumlega áfram úr 16-liða úrslitunum í gærkvöld. Frakkar unnu Belga á sjálfsmarki, rétt fyrir leikslok, 1:0, og Portúgalar sigruðu Slóvena í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli þar sem markvörðurinn Diogo Costa var hetjan.

Costa bjargaði Portúgölum seint í framlengingunni þegar hann varði frá Benjamin Sesko úr dauðafæri.

Áður var það kollegi hans í marki Slóvena, Jan Oblak, sem átti sviðið með því að verja vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar á glæsilegan hátt.

...