Safamýri Grindvíkingar höfðu betur gegn Selfyssingum í gærkvöldi.
Safamýri Grindvíkingar höfðu betur gegn Selfyssingum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Afturelding komst að hlið FHL á toppi 1. deildar kvenna í fótbolta í gærkvöld með öruggum sigri á ÍR, 4:1, í Mosfellsbæ. Liðin eru bæði með 19 stig en Austfirðingarnir eiga til góða heimaleik gegn Fram í dag.

Ariela Lewis gerði út um leikinn þegar hún kom Aftureldingu í 3:1 seint í leiknum.

ÍBV komst úr fallsæti með sigri á HK, 3:2, í Vestmannaeyjum og Kópavogsliðið tapaði þar öðrum leiknum í röð eftir að hafa komist á topp deildarinnar. Olga Sevcova skoraði sigurmark ÍBV á 77. mínútu.

Grindavík lyfti sér upp í þriðja sæti með sigri á Selfyssingum, 2:1, í Safamýri og Selfoss datt við það niður í fallsæti deildarinnar. Dröfn Einarsdóttir skoraði sigurmark Selfyssinga.

FHL er með 19 stig, Afturelding 19, HK 14, Grindavík 13, Grótta 12, ÍA 12, Fram 11, ÍBV 10, Selfoss 9 og ÍR 3 stig.