Fred Saraiva, brasilíski miðjumaðurinn hjá Fram, var besti leikmaðurinn í tólftu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Fred lék mjög vel og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Framarar unnu mjög sannfærandi sigur gegn Vestra á Ísafirði síðasta fimmtudagskvöld, 3:1.

Fred er 27 ára gamall og leikur í ár sitt sjöunda tímabil með Fram en hann kom til félagsins árið 2018 frá Sao Paulo RS þar sem hann spilaði í fjórðu efstu deild í Brasilíu.

Fred hefur alla tíð síðan verið í stóru hlutverki hjá Fram. Hann skoraði 26 mörk í 79 leikjum í 1. deildinni á árunum 2018 til 2021 og hefur frá 2022 leikið 62 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 14 mörk. Í ár hefur hann verið í byrjunarliði í öllum 13 leikjum liðsins og skorað eitt mark.

Hann er efstur Framara í M-gjöfinni á tímabilinu, ásamt Kyle McLagan, með 9 M samtals í 13 leikjum.

Fred er

...