Þorsteinn Kristján Guðmundsson, Steini í Hlíð, fæddist 27. júlí 1931 á Merkurgötu 7 í Hafnarfirði. Hann lést á Hrafnistu Hraunvangi 22. júní 2024.

Foreldrar hans voru Þórunn Matthildur Þorsteinsdóttir frá Tungu í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, f. 30. janúar 1896, lést 24. júní 1934, og Guðmundur Bergmann Guðmundsson eldsmiður, f. 8. febrúar 1897 á Setbergi við Hafnarfjörð, d. 16. desember 1977. Þau bjuggu í Hlíð í Hafnarfirði ásamt foreldrum Guðmundar Bergmanns, Guðmundi og Guðrúnu, sem ólu Þorstein upp eftir að móðir hans lést af barnsförum er hann var einungis þriggja ára.

Seinni kona Guðmundar Bergmanns var Sigurbjörg Vigdís Guðbrandsdóttir, f. 14. desember 1909, d. 21. júlí 1988.
Systkini Þorsteins eru Gunnar, f. 1925, sem lifir bróður sinn, Halldóra, f. 1927 en hún lést 2019. Uppeldisbróðir þeirra er Hjörtur, f. 1942.

...