Foreldrahúsi hefur verið tryggður öruggur rekstur næstu mánuði. Foreldrahús mun því ekki þurfa að loka og getur boðið upp á þjónustu í allt sumar.
Berglind Gunnarsdóttir Strandberg
Berglind Gunnarsdóttir Strandberg

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
vally@mbl.is

Foreldrahúsi hefur verið tryggður öruggur rekstur næstu mánuði. Foreldrahús mun því ekki þurfa að loka og getur boðið upp á þjónustu í allt sumar.

„Ég hef verið að vinna í því að koma göngudeildarúrræði okkar á fjárlög svo hægt sé að beina allri athygli að þeirri brýnu þörf sem í samfélaginu ríkir í dag þegar kemur að neyslu og áhættuhegðun ungs fólks í landinu,” segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg forstöðumaður Foreldrahúss.

Hún segir mikið að gera hjá Foreldrahúsi og að það sé opið í fyrsta sinn í áratug yfir sumarið hjá þeim. „Við gátum ekki lokað alveg, það er það mikið af nýjum tilvikum að koma upp núna en undanfarin ár höfum við verið að taka á móti krökkum sem eru í harðari neyslu en áður, glæpagengjum og ýmsum sem eru með vopn á sér,” segir Berglind.

Skjólstæðingar Foreldrahúss í fyrra voru

...