„Ég held að það sé engin stofnun með viðlíka þjónustu; þrjár máltíðir á dag og meðferð sem rekin er fyrir þetta fjármagn,” segir Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna.
Krýsuvíkursamtökin Elías segir meðferðarúrræðið með þeim ódýrustu.
Krýsuvíkursamtökin Elías segir meðferðarúrræðið með þeim ódýrustu.

„Ég held að það sé engin stofnun með viðlíka þjónustu; þrjár máltíðir á dag og meðferð sem rekin er fyrir þetta fjármagn,” segir Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna í samtali við Morgunblaðið en nýverið skrifuðu hann og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra undir samkomulag um fjölgun meðferðarrýma í Krýsuvík úr 23 í 29.

„Hver króna nýtist mjög vel,” segir Elías en hver meðferðardagur hjá samtökunum kostar að hans sögn 25.000 krónur og kostnaður ríkisins er 18.000 kr. hvern dag. „Þannig að ríkið er að fá ansi mikið fyrir peninginn,” bætir hann við.

Þakklát heilbrigðisráðherra

Elías segir meðferðarúrræði samtakanna með þeim ódýrustu í heiminum og líklega árangursríkustu fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóma. Að hans sögn er biðlisti eftir meðferð í Krýsuvík langur og hvert rými til viðbótar hjálpi til við að stytta bið eftir meðferð.

...