Óskar Bergsson
oskar@mbl.is

Mikil uppbygging hefur verið í sveitarfélögunum fyrir austan fjall síðastliðin tíu ár, þ.e. í Árborg, Hveragerði og Ölfusi. Alls hafa verið reistar hátt í 2.700 íbúðir á þessum tíma og íbúum hefur fjölgað um 6.300 manns.

Mest hefur verið byggt af einbýlishúsum, par- og raðhúsum. Bygging íbúða í fjölbýlishúsum hefur svo aukist á undanförnum árum. Í Árborg er búið að byggja 1.500 - 2.000 íbúðir og íbúum hefur fjölgað um 4.300, eða 35%. Í Hveragerði er búið að byggja 376 íbúðir og íbúum hefur fjölgað um 1.000 eða um 42%. Í Þorlákshöfn er búið að byggja 348 íbúðir og íbúum hefur fjölgað um 1.000 eða um 30% frá 2019.

Reynt hefur á Árborg

Í Árborg hefur mest verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum en á síðustu árum hefur eftirspurn eftir íbúðum í fjölbýli aukist.

Bragi

...