Holskefla rússnesks áburðar, sem fæst fyrir lítið fé, ógnar nú fæðuöryggi í Evrópu eftir því sem Rússar ná fastara tangarhaldi á landbúnaðaruppskeru álfunnar.

Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is

Holskefla rússnesks áburðar, sem fæst fyrir lítið fé, ógnar nú fæðuöryggi í Evrópu eftir því sem Rússar ná fastara tangarhaldi á landbúnaðaruppskeru álfunnar.

Er nú svo komið að greina má aukningu í innflutningi sumra tegunda, svo sem nituráburðar, eftir að Rússar réðust inn í nágrannalandið Úkraínu í febrúar 2022. Hefur þetta mikla framboð áburðarins valdið evrópskum áburðarframleiðendum búsifjum, ýmist með því að koma rekstri þeirra á vonarvöl eða hrekja þá frá Evrópu með framleiðslu sína.

Vara talsmenn áburðariðnaðarins nú hástöfum við því sem þeir telja ískyggilega þróun á evrópskum áburðarmarkaði. Á meðan leið rússnesks gass inn á markaðssvæði Evrópusambandsins varð æ torfærari, eftir því sem á innrásarstríð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta leið og Evrópubúar litu til annarra orkugjafa, brugðu Rússar á það ráð að nota

...