Gefðu börnunum rjómann og áfirnar. Leyfðu þeim að gera ost. Lofaðu þeim að njóta hreinna ávaxta og hugvits. Ertu of snauður til þess?
Bryndís Geirsdóttir
Bryndís Geirsdóttir

Gefðu þeim spriklandi feitan fisk og kenndu þeim allt um raunveruleg verðmæti og hagfræði lífsins. Fáðu þeim þorskhausinn til að horfast í augu við og sýndu þeim hvernig á að vera vel fremur en að vera ekki, eða illa.

Ætlarðu að segja mér að þú viljir selja þeim þunnildin fremur en hnakkann … og kalla þau „fiskfiðrildi” - því þú kannt svo vel orvelísku og hinar tungurnar sem mikilsvirtir alþjóðabisnessmenn vilja helst hafa í munninum auk þeirrar tungu sem þeir nota við útvalda? Kenndu þeim að rækta kartöflurnar og sjóða þær og sjáðu hvort þau fúlsa við þeim þá. Hvaða barn fúlsar við nýjum, fallegum kartöflum sem það sjálft hefur þurft vit, ráð og vinnu til að afla? Elska ekki allir að fá að njóta ávaxta erfiðis síns? Kenndu þeim líffræði og matreiðslu. Auktu við þau verðlaunin með feiti landsins og salti úr uppgufuðum hreinum sjó, - færðu þeim eðlis- og efnafræði. Sýndu þeim hvernig skal varast sólanínið og mundu hvernig farið var

...