„Persónulega finnst mér hápunkturinn vera koma Sergey Malov fiðlusnillings“
Fiðlusnillingur Sergey Malov mun bæði leika á fiðlu og hið einstaka hljóðfæri violoncello da spalla á hátíðinni.
Fiðlusnillingur Sergey Malov mun bæði leika á fiðlu og hið einstaka hljóðfæri violoncello da spalla á hátíðinni. — Ljósmynd/Julia Wesely

Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is

„Persónulega finnst mér hápunkturinn vera koma Sergey Malov fiðlusnillings því hann er í mjög miklum sérflokki í heiminum í dag, bæði sem fiðluleikari og leikari á þetta sérstaka hljóðfæri, spalla. Hann er búinn að hasla sér völl síðustu ár sem einn fremsti fiðluleikari í heimi þannig að það er mikil upplifun að fá hann til landsins,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti, inntur eftir því hvað beri hæst á hátíðinni í ár. Bætir hann því við að hljóðfærið violoncello da spalla sé eins konar lítið selló, þó stundum með fleiri strengjum, sem leikið sé á eins og fiðlu.

Þétt og vegleg dagskrá

Af öðrum viðburðum sumarsins nefnir Benedikt frumflutning á verkum Báru Gísladóttur sem að þessu sinni er staðartónskáld hátíðarinnar.

„Hún er

...