Minnkandi aðhald ríkisfjármála í fjármálaáætlun gæti þvælst fyrir peningastefnunefnd við vaxtaákvörðun
Handbært fé frá rekstri A1-hluta ríkissjóðs
Handbært fé frá rekstri A1-hluta ríkissjóðs

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 og 2029 sem kynnt var í apríl þykir ekki trúverðug og sérfræðingar á markaði segja tilefni til þess að hafa áhyggjur. Acro verðbréf segja í greiningu að “bókhaldsbrellur” fegri stöðuna í áætlun ríkisstjórnarinnar, aðhald sem heildarafkoma og frumjöfnuður ber með sér minnkar þvert á móti milli ára og sú staðreynd gæti þvælst fyrir peningastefnunefnd á komandi vaxtaákvörðunarfundum.

Fjármálaráð gagnrýndi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega í álitsgerð sinni fyrir nokkru. Í álitsgerðinni er meðal annars bent á að útgjaldavöxtur hafi verið ósjálfbær, óútfært aðhald í áætluninni dragi úr trúverðugleika, gagnsæi sé ábótavant í tengslum við óútfærðar áætlanir um sölu eigna og sú tilhneiging að fjármagna verkefni í formi eiginfjárframlaga, sem ekki sjást á gjaldahlið nema að takmörkuðu leyti, dragi úr gagnsæi áætlana.

Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir halla á rekstri ríkissjóðs til ársins 2028