Holland og Tyrkland mætast í fjórða og síðasta leik átta liða úrslita Evrópumóts karla í fótbolta á laugardagskvöldið eftir að hafa unnið síðustu leiki sextán liða úrslitanna í gær.
Tvenna Varnarmaðurinn Merih Demiral fagnar seinna marki sínu fyrir 
Tyrki gegn Austurríki í slag liðanna í Leipzig í gærkvöld.
Tvenna Varnarmaðurinn Merih Demiral fagnar seinna marki sínu fyrir Tyrki gegn Austurríki í slag liðanna í Leipzig í gærkvöld. — AFP/Angelos Tzortzinis

EM í fótbolta
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is

Holland og Tyrkland mætast í fjórða og síðasta leik átta liða úrslita Evrópumóts karla í fótbolta á laugardagskvöldið eftir að hafa unnið síðustu leiki sextán liða úrslitanna í gær.

Hollendingar unnu mjög sannfærandi sigur á Rúmenum í München, 3:0, og Tyrkir unnu sannkallaðan spennutrylli gegn Austurríkismönnum, 2:1, í Leipzig.

Varnarmaðurinn Merih Demiral var allt í öllu hjá Tyrkjum en hann kom þeim yfir eftir aðeins 57 sekúndur og bætti við skallamarki á 59. mínútu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur hins unga Arda Güler.

Michael Gregoritsch minnkaði muninn fyrir Austurríki á 67. mínútu og eftir það var spennan gríðarleg.

Markvörðurinn Mert Günok var hetja Tyrkja en undir lok uppbótartímans varði hann á ótrúlegan hátt skalla frá Christoph Baumgartner úr dauðafæri og kom í

...