Sæunn Snorradóttir Sandholt var fyrsta erlenda konan sem ráðin var til starfa hjá bresku endurskoðunarskrifstofunni Blick Rothenberg í London. Hún er jafnframt ein fyrsta konan sem gerð hefur verið að efri millistjórnanda hjá stofunni sem hefur nú um 800 starfsmenn. ViðskiptaMogginn settist niður með Sæunni og fræddist um frama hennar í fjármálaborginni nú þegar nokkur óvissa er í bresku efnahagslífi vegna pólitísks óróa og komandi þingkosninga á morgun.
Sæunn Snorradóttir
Sandholt starfar hjá
bresku endurskoðunarskrifstofunni Blick
Rothenberg í London.
Sæunn Snorradóttir Sandholt starfar hjá bresku endurskoðunarskrifstofunni Blick Rothenberg í London.

Sæunn Snorradóttir Sandholt uppgötvaði á unglingsárum að hún og endurskoðun ættu samleið og nú, rúmum áratug síðar, hefur hún komið sér vel fyrir í London.

Við Sæunn fáum okkur kaffi á heimili foreldra hennar í Grafarvogi en hún var hér í stuttu fríi þegar sólargangurinn var lengstur.

Það þarf ekki að ræða lengi við Sæunni til að sjá að hún hefur einlægan áhuga á viðfangsefnum sínum.

Kynntist bókfærslu í Versló

Hver er bakgrunnur þinn?

„Ég fór í viðskiptafræði í HR og stefndi alltaf að því að verða endurskoðandi. Ég kynntist bókfærslu í Versló þegar ég var 16 og 17 ára og ákvað þá að endurskoðunin skyldi verða mitt fag. Síðan eftir útskrift frá Háskólanum í Reykjavík flutti ég til London og ætlaði mér að fara í meistaranám en hugsunin var alltaf sú að koma aftur heim. Svo varð ég rosalega hrifin af London sem borg

...