Fjarstæðukennt er að banna nýskráningar bensín- og díselbíla eftir fáein ár

Á dögunum kynnti ríkisstjórnin nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ekki færri en fjórir ráðherrar stóðu að kynningunni, þar með taldir bæði forsætisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Fram kom að aðgerðir í loftslagsmálum væru nú 150 en ekki 50 eins og áður hefði verið og kortlagning og ítarlegt mat hefði farið fram umfram það sem áður hefði verið.

Áætlunin verður í samráðsgátt stjórnvalda fram í miðjan ágúst og verður fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða, en eitt hefur þó þegar vakið athygli og það snýr að bílum sem nota hefðbundna orkugjafa, bensín og dísel.

Í 150 liða áætluninni eru nokkrir liðir sem snúa að ökutækjum og eru þeir misjafnlega óraunsæir. Einn þeirra ber yfirskriftina „Útfösun bensín- og dísilbíla á Íslandi” og þar segir: „Í eldri aðgerðaáætlun var meginreglan sú að óheimilt yrði að nýskrá bensín- og díselbíla á Íslandi árið 2030 en í skoðun er að flýta þessari tímalínu um tvö ár

...