Skortur er á umgjörð og eftirliti af hálfu sveitarfélaga með starfsemi búsetuúrræðanna Vinakots og Klettabæjar. Þá er aðkomu fagfólks að umönnun þeirra barna sem þiggja þjónustuna ábótavant.
Vinakot. Heimilið óskaði eftir því við félagsmálaráðuneytið árið 2019 að gæðaúttekt færi fram á heimilinu. Nú hefur umboðsmaður Alþingis skilað áliti.
Vinakot. Heimilið óskaði eftir því við félagsmálaráðuneytið árið 2019 að gæðaúttekt færi fram á heimilinu. Nú hefur umboðsmaður Alþingis skilað áliti. — Morgunblaðið/Eggert

Þetta sýna niðurstöður úttektar umboðsmanns Alþingis, sem sinnir óháðu innlendu eftirliti með stöðum þar sem fólk er eða kann að vera frelsissvipt.

Starfsemi búsetuúrræðanna var tekin út í júní 2023 og gaf umboðsmaður út skýrslu sína í gær.

Skjólstæðingar Vinakots og Klettabæjar eru börn á aldrinum 13-18 ára sem eru með svokallaðan fjölþættan vanda.

Þjónustan er á ábyrgð lögheimilissveitarfélaga þeirra er hana sækja. Barnaverndarþjónustu sveitarfélaganna ber hins vegar að fylgjast með gæðum og árangri búsetuúrræða.

Starfsmaður einn með barni

Umboðsmaður gerir athugasemd við að í einhverjum tilfellum hafi barn í úrræði Vinakots verið eitt með starfsmanni. Þá hafi einnig komið fyrir að karlkyns starfsmaður á vakt sé einn með stúlku í sinni umsjá.

Í tilfellum beggja úrræða er skortur á aðkomu faglærðs starfsfólks

...