Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja hef­ur samþykkt að fela lög­mönn­um sín­um, í sam­vinnu við HS Veit­ur, að höfða mál á hend­ur Vinnslu­stöðinni, Hug­in ehf og VÍS. Er það vegna tjóns á vatns­lögn til Vest­manna­eyja er akkeri Hugins VE festist í lögninni í nóvember í fyrra.
Íris Róbertsdóttir
Íris Róbertsdóttir

Farið er fram á bæt­ur sem nema hið minnsta nema 1,5 millj­örðum króna. Þetta var ákveðið á fundi bæj­ar­ráðs fyrr í dag. Í kröfu­bréfi Vest­manna­eyja­bæj­ar og HS Veitna á hend­ur Vinnslu­stöðinni var farið fram á full­ar bæt­ur vegna tjóns­ins.

„Borist hef­ur svar frá lög­manni VÍS og Hug­ins ehf, auk Vinnslu­stöðvar­inn­ar, sem fel­ur í sér að bóta­skylda er viður­kennd en bóta­kröf­unni hafnað með vís­an til heim­ild­ar í sigl­inga­lög­um um að tak­marka bæt­ur við 360 millj­ón­ir króna, nema að um stór­fellt gá­leysi hafi verið að ræða. Þá gild­ir heim­ild­in ekki,” seg­ir í bók­un Íris­ar Ró­berts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Vest­manna­eyja.