Í Fiskifréttum vikunnar er vitnað til orða framkvæmdastjóra Fisk Seafood, Friðbjörns Ásbjörnssonar, um að Íslendingar stýri fiskveiðum „með kvótakerfinu sem sannað hefur ágæti sitt um langt skeið.
Friðbjörn Ásbjörnsson
Friðbjörn Ásbjörnsson

Engu að síður er nauðsynlegt að stórauka hafrannsóknir til þess að eyða hinum endalausu þrætum um hvort rétt sé reiknað og rétt gefið þegar kvóta hvers árs er úthlutað. Um það meginmarkmið að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti er hins vegar ekki deilt og öllum er ljóst mikilvægi þess að vernda lífríki sjávar með öllum tiltækum ráðum.”

Dæmi um þessar þrætur má svo sjá í sama blaði þar sem Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við reynda menn úr greininni, skipstjóra og útgerðarmenn. Þetta hafi kristallast þegar stjórnvöld hafi ákveðið nýverið, öllum að óvörum, að banna alla veiði djúpkarfa. Þetta sé í mótsögn við Hafréttarsáttmálann og siðareglur FAO.

Guðmundur telur einnig að vísindamenn Hafró séu á villigötum í loðnurannsóknum. Skipstjórar og útgerðarmenn hafi fiskveiðiárið 2021/2022 varað við að loðnugöngur væru mun minni en Hafró teldi og réttast væri að skerða

...