Úraverslunin Michelsen fagnaði 115 ára afmæli á dögunum. Frank Úlfar Michelsen, eigandi Michelsen, segir að sögu fyrirtækisins megi rekja aftur til ársins 1907 þegar afi hans Jörgen Frank Michelsen hafi komið til landsins ásamt Danakonungi í konunglegri heimsókn.
Rekstur. Robert F. Michelsen, framkvæmdastjóri Michelsen og Frank Michelsen, eigandi Michelsen.
Rekstur. Robert F. Michelsen, framkvæmdastjóri Michelsen og Frank Michelsen, eigandi Michelsen. — Morgunblaðið / Kristinn Magnússon

„Eftir heimsóknina ákvað afi minn að vera eftir og réð sig í starf á Sauðárkróki. Þann 1. júlí 1909 stofnaði hann síðan sitt eigið fyrirtæki á Sauðárkróki sem þjónaði sýslunum í kring. Þannig hófst þetta allt,” segir Frank.

Hann bætir við að þótt reksturinn sé blómlegur um þessar mundir hafi gengið á ýmsu í gegnum tíðina. Hann minnist þess að stóru síldarárakreppurnar hafi verið erfiðar fyrir fyrirtækið eins og svo mörg önnur á þeim tíma.

„Faðir minn talaði einnig oft um að upp úr þeim tíma sem stríðið var voru innflutningshöft. Það reyndist afar þungt fyrir reksturinn. Á þeim árum var það í höndum örfárra manna hverjir fengu að flytja inn allar vörur. Það var að öllum líkindum mesta áskorunin sem reksturinn hefur glímt við á þessum 115 árum. Allar kreppurnar sem hafa riðið yfir reyndust erfiðar en okkur tókst að lifa þær allar af,” segir Frank.

Einblíndu á Íslendingana

...