Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) birti í gær niðurstöður fyrstu úthlutunar stofnframlaga fyrir árið 2024 en hún nam ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar á 216 nýjum íbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili víða um land.
Íbúðauppbygging. Milljarðar í uppbyggingu íbúða fyrir tekjuminni heimili.
Íbúðauppbygging. Milljarðar í uppbyggingu íbúða fyrir tekjuminni heimili. — Morgunblaðið/Eggert

Um er að ræða stuðning ríkis- og sveitarfélaga í formi eiginfjárframlaga til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir tekjuminni heimili innan almenna íbúðakerfisins. Samkvæmt fjárlögum ríkisins skal 7,3 milljörðum úthlutað í stofnframlög á árinu 2024

HMS greinir frá því að stærsti hluti íbúðanna verði á höfuðborgarsvæðinu en úthlutað var til flestra landshluta. Markmið stjórnvalda er að fjármagna um 600 íbúðir í ár sem eru tvöfalt fleiri íbúðir en undanfarin ár. Frá árinu 2016 hefur HMS úthlutað stofnframlögum til byggingar eða kaupa á 3.731 íbúðum sem nema 27 milljörðum króna.

Arinbjörn Rögnvaldsson
arir@mbl.is