Í dag er öld liðin frá fæðingu Sveinbjarnar Beinteinssonar skálds frá Draghálsi og verður þess minnst með viðburði í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd kl. 18 í kvöld. Benedikt bróðir minn gaf mér ljóðabók hans Vandkvæði í jólagjöf 1957 og hefur hún fylgt mér síðan. Þar er þessi ferhenda:

Í upphafi var orðið
og orðið var hjá þér;
hvað af því hefur orðið
er óljóst fyrir mér.



Og hér er Vers:



Að liggja' ekki á bæn meðan liðs er þörf,
heldur leita' að þeim sauðum er týnast;
og vinna sín hljóðlátu venjustörf,
að vera fremur en sýnast.



Þessi Mansöngur er skemmtilega kveðinn:



Ýmsar myndir hugann hrærðu,
huga þann sem reikull er;
kannski aldrei oftar færðu

...