„Mér finnst þetta tímabil í lífinu sem ég lifi núna ótrúlega áhugavert og skemmtilegt, af því núna leyfi ég mér að hugsa út fyrir kassann. ..."
Emilíana. "Ég fékk mikið frelsi til að fylla inn á milli lína um allt sem ekki er sagt í bréfunum."
Emilíana. "Ég fékk mikið frelsi til að fylla inn á milli lína um allt sem ekki er sagt í bréfunum." — Ljósmynd/Íris Bergmann

„Mér finnst þetta tímabil í lífinu sem ég lifi núna ótrúlega áhugavert og skemmtilegt, af því núna leyfi ég mér að hugsa út fyrir kassann. Uppáhaldssetningin mín er heiti listaverks sem ég á eftir listamanninn Grayson Perry: Hold your Beliefs Lightly, það er mottóið mitt núna. Við erum ekki sama manneskja allt okkar líf. Til dæmis þegar ég er að syngja gömlu lögin mín núna, þá finnst mér eins og ég sé að syngja lög eftir nána systur mína, þetta er úr öðru lífi. Núna er ég komin á annan stað og ég sé hlutina með öðrum hætti og lögin hafa aðrar meiningar í bland við það gamla. Þegar maður eignast börn og fjölskyldu fer maður ósjálfrátt í ákveðið form sem fylgir slíku lífi og alls konar heimspekilegar spurningar leita núna á hugann. Ég er farin lengra inn í kjarnann minn,” segir Emilíana Torrini, sem sendi nýlega frá sér plötuna Miss Flower , en tíu ár eru síðan hún sendi frá sér sólóplötu.

...