Magnús Sigurðarson sýnir. Sýningin stendur til 21. júlí 2024. Opið miðvikudag til sunnudags frá kl. 12-18.
Dauðinn. Tvær myndraðir af líki í landslagi vestursins í Ameríku. Magnús bregður sér í hlutverk Dauðans.
Dauðinn. Tvær myndraðir af líki í landslagi vestursins í Ameríku. Magnús bregður sér í hlutverk Dauðans.

Í Kling og Bang í Marshallhúsinu stendur nú yfir sýning á verkum Magnúsar Sigurðarsonar. Sýningin, sem er titluð, „Óþægileg blæbrigði — Gleðisögur af Depurð og Dauða”, er innsetning ljósmynda þar sem listamanninum bregður fyrir í ólíku samhengi, auk eins rýmisverks sem gefur tóninn fyrir ljósmyndirnar. Verkin á sýningunni virðast vera lauslegar persónugervingar fyrirbæranna „Depurðar” og „Dauða”.

Í kynningartexta með sýningunni leggur Magnús áherslu á að verkið mótist af afstöðu sinni til Ameríku, þar sem hann hefur búið undanfarna áratugi. Hann segist standa sig „að því að verða landinu að bráð” þótt hann geti engan veginn samsamað sig landi og þjóð. Harmþrungin umgjörð sýningarinnar er því sett fram í því ljósi. Magnús hefur verið virkur listamaður á ferli sem spannar rúm þrjátíu ár. Hann hefur sýnt víða um Bandaríkin og snúið reglulega heim til Íslands með sýningar. List hans hefur gjarnan byggst á einskonar hálfkæringi við að

...