List. Sýningin Túndran og tifið á Sléttu er sett upp í Óskarsstöð.
List. Sýningin Túndran og tifið á Sléttu er sett upp í Óskarsstöð.

Sýningin Túndran og tifið á Sléttu verður opnuð í dag, 4. júlí, klukkan 18 í Óskarsstöð, Raufarhöfn. Klukkan 20 verður síðan gengið „í norðlenskri sumarblíðu út í lýsistankana þar sem Berglind María Tómasdóttir flautuleikari kveikir sinn galdur”, eins og það er orðað í tilkynningu.

Sýningin hverfist um Melrakkasléttu og þær breytingar sem hafa þegar orðið og munu senn verða bæði á lífríki og jarðvegi landsvæðisins, sem afleiðing hamfarahlýnunar, segir jafnframt í tilkynningunni.

Þátttakendur sýningarinnar samanstanda af fjölbreyttum hópi listamanna: Berglind Tómasdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Kristín Reynisdóttir, Margrét H. Blöndal, Mark Wilson, Pétur Magnússon, Pétur Örn Friðriksson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Snorri Freyr Hilmarsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórarinn Blöndal.