Sigursæll. Jamil Abiad er nýráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.
Sigursæll. Jamil Abiad er nýráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.

Kanadamaðurinn Jamil Abiad var í maí ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik. Abiad hefur verið aðstoðarþjálfari Finns Freys Stefánssonar hjá karlaliði Vals undanfarin tvö tímabil og samhliða því þjálfað yngri flokka og sinnt einstaklingsþjálfun á öllum aldri innan félagsins.

„Ég er virkilega spenntur. Þetta er nýtt tækifæri og ég er spenntur fyrir því sem er fram undan. Það verður mikið um hæðir og lægðir í gegnum tímabilið en ég hlakka til að vaxa sem persóna.

Ég hlakka líka til að reyna að hjálpa þessum stelpum að komast vonandi á það stig sem þær vilja spila á og koma Val aftur á þann stað að vinna Íslandsmeistaratitilinn,” sagði Abiad, sem er 34 ára í dag, um nýja starfið.

Ásamt því að þjálfa kvennaliðið mun hann halda áfram sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins og sinna einstaklingsþjálfun hjá Val.

Eftir að kvennaliðið stóð uppi sem Íslandsmeistari árið 2023 var

...