Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR og tekur formlega til starfa þann 1. ágúst. Óskar Hrafn var ráðinn í starf sem ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins í síðasta mánuði eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Haugasunds, sem leikur í norsku úrvalsdeildinni, í maí. Rúnar Kristinsson var síðast yfirmaður knattspyrnumála hjá KR frá 2008 til 2009.

Hafsteinn Már Sigurðsson , landsliðsmaður í blaki, hefur skrifað undir samning við Habo, sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hafsteinn Már er uppalinn hjá Vestra en hefur síðustu tvö tímabil leikið með Aftureldingu. Hann var valinn besti Íslendingurinn á síðasta tímabili er Afturelding komst alla leið í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins en tapaði þar gegn Hamri. Hafsteinn Már hefur tvisvar verið valinn í draumalið úrvalsdeildarinnar hérlendis

...