Marksækin. Bandaríkjakonan Jordyn Rhodes skoraði sex af fyrstu tólf mörkum Tindastóls í Bestu deildinni og hef- ur náð að fylla skarð Murielle Tiernan í liðinu svo um munar. Jordyn skoraði fjögur mörk í deildinni í júní.
Marksækin. Bandaríkjakonan Jordyn Rhodes skoraði sex af fyrstu tólf mörkum Tindastóls í Bestu deildinni og hef- ur náð að fylla skarð Murielle Tiernan í liðinu svo um munar. Jordyn skoraði fjögur mörk í deildinni í júní. — Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

„Það væri skemmtilegt að verða markahæsti leikmaður deildarinnar,” segir bandaríska knattspyrnukonan Jordyn Rhodes í samtali við Morgunblaðið.

Hún var besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í júní, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins en hún fékk fimm M í fjórum leikjum Tindastólsliðsins í mánuðinum.

Jordyn er bandarískur framherji, 24 ára gömul. Hún skoraði fjögur mörk fyrir Tindastól í deildinni í júnímánuði og hefur skorað sex mörk í deildinni hingað til.

Hún átti frábæran mánuð en liðið vann þó aðeins einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur á móti liðum sem þær skagfirsku eru í baráttu við í neðri hluta deildarinnar.

„Þetta hefur verið frábær mánuður fyrir mig persónulega en liðið hefur tapað stigum. Við höfum ekki verið með allan hópinn vegna meiðsla en erum að reyna að þjappa okkur saman,” sagði Jordyn við Morgunblaðið.

Hún kom

...