Það er varla á færi nema hörðustu nagla að horfa yfir sviðið og sjá hvernig þessari ríkisstjórn hefur tekist að hella olíu yfir samfélagið og hreinlega bera eld að því. Núverandi staða þess einkennist af vaxandi fátækt, rýrnandi kaupmætti, biðlistum eftir læknishjálp og hreinlega óafsakanlegum húsnæðisskorti.
Inga Sæland
Inga Sæland

Undir verndarvæng mennta- og barnamálaráðherra hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Lestrarfærni þeirra hefur hrakað gríðarlega og talið er að um helmingur drengja útskrifist úr grunnskóla með lélegan lesskilning eða jafnvel ólæsir.

Skerðingarofbeldið gagnvart öldruðum og öryrkjum heldur áfram. Hundrað einstaklingar deyja árlega ótímabærum dauða vegna fíkniefnasjúkdóma og yfir 700 manns bíða örvæntingarfullir eftir því að komast að á sjúkrahúsinu Vogi. Allt þetta í einu ríkasta landi í heimi. Í landi tækifæranna eins og Sjálfstæðisflokkurinn nefnir það.

Forgangsröðun fjármuna hjá þessari ríkisstjórn undanfarin sjö ár hefur sýnt að hinn almenni borgari, venjulegt fólk í landinu, getur étið það sem úti frýs. Einstæðar mæður örvænta á samfélagsmiðlum yfir því hvernig þær eigi að gefa börnum sínum hollan mat þegar þær hafa aðeins nokkur þúsund krónur á viku til ráðstöfunar. „Ég hef 20.000 kr. á mánuði, 5.000 kr. á

...

Höfundur: Inga Sæland