Helga Jóhannesdóttir fæddist 23. júlí 1929 í Reykjavík. Hún lést 22. júní 2024 á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.

Foreldrar Helgu voru Jóhannes Ormsson, bóndi Hamarshjáleigu í Flóa, síðar verkamaður í Reykjavík f. 1893, d. 1981 og Sigurbjörg Helgadóttir, húsfreyja f. 1890, d. 1976. Systkini Helgu voru Anna, Sigurður Helgi, Pálína og Sigríður og eru þau öll látin.

Helga giftist Jóhannesi Björnssyni, bónda, kennara og skólastjóra 25. október 1958, f. 1. janúar 1930 að Þverá í Miðfirði. Börn þeirra eru 1) Hrafnhildur, f. 29.8. 1951, sem Helga átti áður með Hilmari B. Guðmundssyni, maki Gunnar Þorvarðarson, f. 1951. Börn þeirra eru Ægir Örn, Logi og Harpa. Börn Ægis eru Gunnar Trausti, Stefán Logi og Hrafnhildur Embla. Börn Loga eru Sara Björk, Logi Örn og Harpa Kristín. Börn Hörpu eru Terry Bernard og Þór Gunnar. 2) Reynir, f. 13.6. 1958. 3) Helgi,

...